Fyrirtæki tökum við stolt úr þeirri skuldbindingu sem felst í því að hámarka þjósustugetu á öllum vígvöllum rekstursins. Frá hágæða lakkvörnum og hreinsiefnum yfir í þjónustu og þekkingarmiðlun.
2024 hefst vegferð ÓK Bón yfir í RUPES BigFoot Car Detailing Center með sömu áherslur á persónulega og áreiðanlega þjónustu. Í dag starfar fyrirtækið sem eina “Authorized BigFoot Car Detailing Center” á Íslandi þar sem vinnubrögð okkar starfsemi er viðurkennd af RUPES sem hefur í yfir 70 ár verið leiðandi í framleiðslu slípivara fyrir lakk á ökutækjum.
Starfsmenn fyrirtækisins hafa yfir 10 ára reynslu í faginu ásamt því að eigandi fyrirtækisins starfar sem Technical Master hjá Titan Coatings og sér um þróun og prófanir hér á landi til að tryggja farsælar niðurstöður fyrir alla okkar viðskiptavini gegn þeim erfiðu veðurskilyrðum sem má finna hér á landi.
Rupes BigFoot Car Detailing Center var fyrst kynnt til Íslands af ÓK Bón árið 2024 eftir mikla ástríðu af faginu var taldið nauðsynlegt að koma með fyrsta BigFoot Car Detailing Center til Íslands í samstarfi við Málningarvörur með það að leiðarljósi að lyfta upp lakkslípun og detailingu á Íslandi.
Hið goðsagnakennda fyrirtæki RUPES, sem framleitt hefur byltingingarkenndar vélar til slípunar á lakki í yfir 70 ár ásamt vörum fyrir detailingu þá hefur RUPES BigFoot aðgang að fullkomnustu tækni og tækjum í iðnaðinum.
Frá slípivélum yfir í slípimassa og púða, sandara og sandpappír þá býður RUPES aðeins upp á það besta til að tryggja að bíllinn þinn líti sem best út. Við teljum að það fari vel með okkar vegferð því okkar markmið hefur alltaf verið hið sama.