Hvers vegna ætti ég að velja ÓK Bón?

ÓK Bón er með áralanga reynslu í ásetningu lakkvarna og lakkslípun. Við erum umboðsaðilar Titan Coatings sem er leiðandi framleiðandi Elastomer lakkvarna. ÓK Bón er vottað verkstæði frá Titan Coatings og eina viðurkennda RUPES BigFoot Car Detailing Center verkstæði á Íslandi ásamt að hafa kennsluréttindi í lakkslípun frá RUPES. Við tökum stolt úr því sem við gerum og veitum öllum okkar viðskiptavinum eftirfylgni frá afhendinu með fríu námskeiði fyrir viðhald á okkar lakkvörn til að tryggja langvarandi niðurstöður.

ÓK Bón (M90 ehf) er skráð fyrirtæki sem stundar heiðarleg viðskipti og leggur mikið uppúr öryggi. M90 ehf er með svæðið vaktað allan sólarhringinn og með tryggingar á réttum stað.

Viðhald er lykilatriði – Ekki trúa öllu sem þú lest á netinu!

Viðhald er lykilatriði – Ekki trúa öllu sem þú lest á netinu!

Að leggja niður lakkvörn mun ekki koma í veg fyrir að þú þurfir að þrífa bílinn. Á meðan við öll værum til í slíka laust skulum við vera raunsæ og horfa á þá eiginleika sem þessar varnir hafa.

Þegar búið er að húða lakk, plast, felgur eða gler þá er það yfirborð sterkara og með meira efnaþol en óvarið yfirborð. Þó svo að bíllinn sé með fyrsta flokks lakkvörn sem dregur úr upplitun og tæringu þarf að halda honum við með reglubundnum þrifum. Farsælli leiðin er að þrífa bílinn sjálf/ur með viðeigandi hreinsiefnum og mælum við með GYEON. Einnig má beita hvaða tjöruhreinsi sem er á okkar varnir.

Okkar varnir hafa hinsvegar sannað sig við ótrúlegustu aðstæður og þola sjálfvirkar snertilausar þvottastöðvar með fyrirvara um að vantsfælan í vörninni mun tærast fyrr af en með hefbundum aðferðum. Vatnsfælan er örþunn filma ofan á vörninni sjálfri og getur því byrjað að tærast fyrr af með sterkari hreinsiefnum en má auðveldlega "hressa" við með Titan Coatings Ultra 4.0 eða koma með ökutækið í yfir-coat meðferð þar sem ný vatnsfæla er lögð ofan á vörnina.

Við viljum hinsvegar benda á að sjálfvirkar þvottastöðvar eru ekki leiðin sem við mælum með og það myndi koma mörgum á óvart að vörnin er ekki okkar mesta áhyggjuefni heldur er það tæring á hlutum bílsins sem eru ekki varðir eins og hjólabúnaður og aðrir hlutir úr málmi sem verða fyrir bruna á frá sterkum hreinsiefnum og laskast með tímanum og geta byrjað að ryðga.

Af hverju ætti ég að láta setja Titan Coatings á bílinn minn?

Þetta snýst ekki bara um útlitið!

Að sjálfsöðu lítur vel unninn bíll glæsilega út og nær hærra gljástigi en beint frá umboði en það þarf að halda honum þannig!

Það eina sem er í raun hægt að ábyrjast á líftíma varnarinnar er að lakkið upplitast og tærist ekki frá erfiðum veðurskilyrðum eða sterkum hreinsiefnum. Plast upplitast ekki og verður ekki fyrir olíutæringu frá tjöruhreinsun og yfirborð á felgum upplitast ekki eða verður fyrir skaða frá sjóðheitum járnflísum úr bremsubúnaði.. Þú yrðir hissa hversu hratt það gerist án þess.

Þegar búið er að verja yfirborðið með Titan Coatings er búið að verja það varanlega til lengri tíma sem þýðir að nú sé aðeins nóg að þrífa og viðhalda í stað þess að vera að bóna eða verja bílinn.

Hvað er Titan Coatings?

Það er gríðalega sterk, gegnsæ vörn sem verður hluti að lakkinu og gerir yfirborðið mjög sleipt. Á meðan flestar varnir í þessum flokk eru einungis polymer efni þá er okkar sérstakur teyjanlegur polymer sem kallastast elastomer sem hefur eiginleika teygjast og stökkva í sína upprunalegu stöðu verði það fyrir áreiti sem fá finna í snöggum hitabreytingum eða áreiti frá sterkum hreinsiefnum á meðan hefðbundin polymer myndi varanlega laskast. Með elastomer eiginleika verður vörnin mun þykkari en varnir í sama og flokk og þolmörk þess verða mikið hærri. Þessir eignileikar henta okkur sem búum á Íslandi einstaklega vel.

Allar varnir frá Titan Coatings voru þróaðar á Íslandi í samstarfi við ÓK Bón til að mæta okkar erfiðu aðstæðum hér á landi.

Koma vatnsblettir á bílinn?

Koma vatnsblettir á bílinn?

Svarið við þessari spurningu er í raun mjög einfalt, vatnsblettir myndast ekki að sjálfum sér og mjög auðvelt að halda þeim í burtu en þeir geta hinsvegar komið sé ekki gætt að sér og orðið að raunverulegu vandamáli.

Hvað eru vatnsblettir? Vatnsblettir eru leyfar af kísil, steinefnum eða hreinsiefnum. Það algengasta eru vatnsblettir sem myndast úr kranavatni þegar bíllinn er annaðhvort bara skolaður og ekki þurkkaður eða þrifinn og ekki þurrkaður. Þegar vatn gufar upp verða leyfar af steinefnum í vatninu eftir á yfirborðinu og mynda fasta tengingu við yfirborðið sem getur verið erfitt að ná af. Á einhverjum tímapunkti hafa allir fengið vatnsblett á bílinn hjá sér og gott er að hafa í huga að þeir birtast okkur í því formi sem þeir þorna á yfirborðinu - Ef það er vatnsfæla (dropamyndun) þá birtast þeir í því formi. Ef það er engin vörn á bílnum mynda þeir frekar filmu yfir öllum bílnum sem er erfiðara að greina.

Titan Coatings í samanburð við annað?

Harðari lakkvarnir eins og við þekkjum eru yfirleitt sett saman af Quartz sem gerir það hart og stíft. Eins vel og það má hljóma hefur það sína ókosti líka eins og að teygjast ekki með hitasveiflum sem veldur annaðhvort þennslu eða samdrætti í lakki og getur valdið "micro cracking" í samsettningu varnarinnar.

Elastomervarnir í samanburði við annað hefur einstakan eiginleika til að mynda gríðalega hart yfirborð (10H) en á sama tíma teygjast með hitasveiflum sem hefur sína kosti á Íslandi. Í smásjá þar sem hægt er að greina samsettningu elastomers er hægt að rífa það í sundur en það hefur eiginleika til að setja sig saman aftur sem þýðir að verði það fyrir áreiti sem veldur "rofi" á samsettningu hefur það eiginleika til að setja sig saman á meðan aðrar lakkvarnir verðra fyrir svokölluðu "micro cracking" sem er ekkert annað en "rof" á teningu við annaðhvort lakkið eða löskun á samsettningu varnarinnar.

Elastomer er sem dæmi mikið þykkara en aðrar lakkvarnir eins og má sá á mynd til skýringar þar sem dæmi er sýnt hvað stór hluti af öðrum vörnum hreinlega gufar upp við ásettningu á meðan elastomer heldur fullri þykkt sem gerir vörnina mun sterkari og gerir henni kleift að mynda mun öflugra efnaþol sem er frá pH 1-14 sem er vel undir og yfir súr og basísk mörk á pH skala.

Til að skilja pH skalan í einhverju samhengi er pH 1 með sama sýristig og brennisteinssýra og pH 14 með sama sýrustig og stíflueyðir. Að sjáfsögðu mælum við ekki með að beita slíkum efnum til bílaþrifa en þetta ætti hinsvegar að gefa til kynna hversu öflugt efnaþolið er.

Í okkar huga er ekki spurning hvort efnið er sigurvegari.

Ferlið - Titan Coatings á bílinn

Ferlið - Titan Coatings á bílinn

Gott að hafa í huga eftir afhendingu

Gott að hafa í huga eftir afhendingu

1. Ekki þrífa bílinn í 14 daga eftir húðun eða filmun (PPF).

2. Aldrei skola bílinn með kranavatni án þess að þurrka.

3. Mælst er til að mæta á frítt 1,5-2klst þrifnámskeið

þar sem að farið er yfir grunnatriði í umhirðu og

viðhaldi bíla. Skráning í síma

6603656 eða mikael@okbon.is

4. Þrifaleiðbeiningar eru inn á www.okbon.is þar sem

að farið er yfir þrifin skref fyrir skref.

5. Ef að dropablettir myndast á bílnum eftir fyrsta

þvott, vinsamlegast hafið samband við ÓK Bón þar

sem að mistök geta hafa átt sér stað að öllum líkindum í

fyrsta þvotti.

6. Beita skal almennri skynsemi með háþrýstidælu

þegar ökutæki með filmu (PPF) er þrifið.

Ábyrgð ÓK Bón

það innan við 30 daga frá atviki.

eða í síma/tölvupósti(sjá að ofan) er á ábyrgð eiganda ökutækis.

eiganda ökutækis.

Þrif á Titan Coatings vörðum bíl

Þrif á Titan Coatings vörðum bíl

*Mikilvægt er að kranavatn eða hreinsiefni fái ekki að þorna á bílnum*