hidden

SKÍTUGUR BÍLL? VIÐ REDDUM ÞVÍ.

Um Ó.K. Bón

ÓK Bón var stofnað snemma árs 2019 með það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir farartækjaeigendur. Gæði er merki fyrirtækisins og við vitum að óánægður viðskiptavinur kemur ekki aftur. ÓK Bón leggur sig fram við að veita persónulega og áreiðanlega þjónustu. ÓK Bón er staðsett í vesturbæ Kópavogs á Kársnesbraut 110. Ekki bíða, bókaðu bílinn í ÓK Bón! lífið er of stutt fyrir skítugan bíl.

image
ÓK Bón er með áralanga reynslu í ásetningu keramikhúðar

Keramikvörn

Hvers vegna ætti ég að láta ÓK Bón keramikhúða bílinn minn?

ÓK Bón er með áralanga reynslu í ásetningu keramikhúðar á bíla og önnur farartæki. Við erum umboðsaðilar Gyeon Quartz og Titan Coatings sem að er í allra fremstu röð þegar að kemur að framleiðslu keramikvarna og þrifaefna. Því fá viðskiptavinir ábyrgð beint frá framleiðanda í gegnum okkur þar sem að við erum vottað verkstæði og höfum farið í tilskilin námskeið og próf til að veita sem bestu og endingarbestu vörnina. Þar sem að við erum umboðsaðilar þá er lágmarksálagning á efni og því getum við boðið keramikmeðferðir og aðra þjónustu á besta verðinu.

Ábyrgð á keramikvörnum er eitthvað sem að viðskiptavinir verða að hugsa um. Einnig erum við með gott teymi fagmanna sem að hafa fengið viðurkennda þjálfun frá Gyeon Quartz og Titan Coatings og því er biðtími eftir þjónustu frá okkur í lágmarki.

image

Viðhald er lykilatriði – Bíllinn þinn er ekki skotheldur

Allt yfirborð sem að hefur verið keramikvarið er sterkara en óvarið. Bíllinn er ekki skotheldur og því er viðhald á vörninni lykilatriði. Ekkert mál er að halda bílnum glæsilegum en fylgja þarf leiðbeiningum í ábyrgðarskilmálum. Bílaþvottastöðvar með bursta, vitlausar þrifaaðferðir o.fl. getur rispað lakk þrátt fyrir að keramikvörn sé á bílnum.

Með réttu viðhaldi helst bíllinn glæsilegur og ending á vörninni helst lengur.

image

Af hverju ætti ég að láta keramikhúða bílinn minn?

Þetta snýst ekki allt um útlitið! Að sjálfsögðu lýtur vel unninn og keramikvarinn bíll glæsilega út, keramikvörnin gefur gríðarlega mikinn gljáa og gefur lakkinu á bílnum aukna dýpt. Hins vegar muntu finna mestan mun dagsdaglega. Bíllinn verður hægar skítugur, viðhaldsþrif verða miklu auðveldari og þurfa að gerast sjaldnar. Bíllinn verður líka sleipari og safnar því minna ryki og óhreinindum. Lakkið tærist seinna, bremsuryk mun verða auðveldara að þrífa í burtu af lakki og felgum en áður. Lakkið mun halda gljáa og lit miklu mun betur en óvarið. Ekki þarf að bóna bílinn á ábyrgðartíma keramikvarnarinnar.

image

Hvað er keramikvörn/Ceramic coat?

Það er sterk, gegnsæ vörn með sleipt yfirborð. Vörnin býr yfir gríðarlegum sjálfhreinsieiginleikum þegar að hún hefur harðnað og kristallast á bílnum. Vörnin getur verið borin á hvaða yfirborð bílsins sem er til þess að verja fyrir ekta íslenskri veðráttu.

Hvernig virkar ábyrgðin á Gyeon Quartz?

Kosturinn við að velja keramikvörn frá Gyeon Quartz er að viðskiptavinurinn hefur valið hvernig ábyrgðinni skal háttað. Það eru tveir kostir í boði. Annarsvegar getur þú valið um að bíllinn er keramikvarinn og svo sérð þú um viðhaldið á keramikhúðinni og þá færð þú fulla fimm ára ábyrgð. Ef að þú vilt hins vegar lengri ábyrgð getur þú komið í viðhaldsheimsókn á 24. mánaða fresti og þá getur þú fengið svokallaða „infinite“ ábyrgð (sjá nánar ábyrgðarskilmála).

image

Mun vörnin hrinda frá sér vatni jafn vel og á degi eitt eftir afhendingu?

Nei. Keramikvörn veldur því að bíllinn hrindir mjög vel frá sér vatni og óhreinindum. Með tíð og tíma minnkar sá eiginleiki og einnig vegna óhreininda. Hinsvegar með réttu viðhaldi er ekkert mál að halda þeim eiginleika keramikvarnarinnar við t.d. með réttum sápum, viðhaldsefnum frá Gyeon Quartz Q²M þrifalínunni o.fl.(sjá ábyrgðarskilmála).

Eru Gyeon Quartz keramikvarnirnar með 9H styrkleika?

Já, lýkt og flest önnur hágæðamerki sem að boðið er uppá. En skiptir það raunverulegu máli? Í rauninni ekki, mikilvægustu eiginleikar keramikvarnar er frábær vörn gegn útfjólublárri geislun, efnaþolið, sterk efnafræðileg uppbygging og sleipt yfirborð. Þetta eru þeir eiginleikar sem að stuðla að frábærri endingu gljáa og útliti bílsins.

Ferlið - Keramikhúðun á bíl

  1. Alþrif á bílnum.
  2. Leirum* bílinn til að taka járnflýsar og föst yfirborðsóhreinindi af lakkinu
  3. Mössun og pólering:
    • a. Rispur fjarlægðar.
    • b. Yfirborð gert algerlega slétt til að undirbúa fyrir keramikvörnina.
    • c. Lakkið pólerað til að hámarka gljástigið á yfirborði bílsins.
  4. Yfirborð bílsins er alkahólþrifið til að fjarlægja alla fitu og fylliefni.
  5. Yfirborðið er dauðhreinsað með sterkri sápu.
  6. Keramikhúð er borin á viðeigandi yfirborð s.s. lakk, rúður og felgur.
    • a. Á lakk er sett:
      • Basecoat
      • - Yfircoat
      • - Í lokin er vörn sett á til að verja keramik á þurrktíma
    • b. Á felgur er sett Gyeon Quartz Rim felgukeramik eða Titan Coatings PYRO.
    • c. Á rúður er sett Gyeon Quartz View rúðukeramik eða Ttitan Coatings Hyperglass.
    • d. Á plöst er sett Gyeon Quartz Trim plastkeramik eða Titan Coatings Flexilis.
  7. Yfirborð bílsins er bakað með hitalömpum til að sjá til þess að keramikið hefur harðnað vel áður en að hann er afhentur eiganda.

Sérhannaður leir til að nudda yfirborð lakksins með og fjarlægja óhreinindi

Hvað þarf bíleigandinn að fylgja eftir að bíllinn er afhentur

  1. Halda bíl frá vatni ef að hægt er fyrstu sjö daga(eins vel og hægt er), það er skiljanlega erfitt að hindra rigningarvatnrigning.
  2. EKKI þrífa bílinn fyrstu 14 daga eftir afhendingu.
  3. Keramikið þarf 21 dag til þess að ná 100% styrk og útlitog því þarf að fara varlega með þá fleti sem hafa verið húðaðir á því tímabili.
  4. Nota viðeigandi efni og ekki nota sápur eða efni með hærri/lægri PH gildi en PH 2-11, það eru flest öll efni.
  5. ÓK Bón fer yfir þrifferlið með bíleigendum eftir afhendingu.

Þrif á keramikvörðum bíl

  1. Tjöruhreinsa bílinn(gott að miða við fyrir neðan rúður).
  2. Þvo tjöru og laus óhreinindi af bílnum með háþrýstidælu.
  3. Ef að það eru flugur/skordýr eða mjög föst óhreinindi á bíl, þá er gott að nota flugnahreinsi GYEON Q²M Bug&Grime, sprauta á svæði, leyfa því að liggja á í 2-4 mín og skola svo af með háþrýstidælu.
  4. Sprauta kvoðusápu yfir bíl GYEON Q²M Foam(blandast 1/5 á móti vatni í kvoðubrúsa), leyfa sápu að liggja á í 2-4 mínútur og skola svo af með háþrýstidælu.
  5. Setja sápu í hreina fötu annaðhvort GYEON Q²M Bathe eða Bathe+(með keramik í), nota tveggja fötu kerfi þar sem að önnur fatan er hrein og hin skilgreind skítug. Þrífa þvottahanska Gyeon Q²M Smoothie í skítugu fötunni, fara svo í hreinu sápufötuna og svo þrífa bíl. Miða við að taka einn panel í einu t.d. eina hurð, þak o.s.frv. og skola á milli panela. Skola svo sápu af bílnum með háþrýstidælu.
  6. Þrífa felgur, sprauta Gyeon Q²M Iron á felgur og nota felgubursta t.d. Gyeon Q²M WheelBrush til að nudda óhreinindi frá. Gott er að hafa sér fötu sem að er með t.d. Gyeon Q²M Bathe(hálfur tappi) til að skola felguburstan vel á milli. Skola felgur með háþrýstidælu eftirá.
  7. Gott er að járnhreinsa bílinn reglulega (í annað/þriðja hvert skipti) til að losa járnagnir sem að koma frá bremsum og umferð úr lakkinu. Þá er sprautað Gyeon Q²M Iron á bílinn og leyft að sitja á í um 2 mínútur og svo skolað af.
  8. Þurrka bílinn með góðu þurrkhandklæði t.d. Gyeon Q²M SilkDryer. Ekki nota vaskaskin.
  9. Bera keramiknæringu á bílinn Gyeon Q²M Cure á bílinn með því að sprauta í míkrófíberklút og bera jafnt á yfirborð lakks.

image
image

Ó.K. Bón er viðurkenndur heildsali GYEON og Titan Coatings á Íslandi

gyeonquartz.com / https://www.titan-coatings.com/

Aðrir samstarfsaðilar

Okkar dekur

Þjónusta

Alþrif og bón

Bíllinn er heilþrifinn að utan með gæðaefnum. Að innan er bíllinn ryksugaður og allur heinsaður sömuleiðis með gæðaefnum. Að lokum er bíllinn allur handbónaður. Þetta er allt gert eftir gæðaferli ÓK Bóns, sjá nánar um ferlið hér að neðan.

  • Tjöruhreinsaður
  • Handþveginn að utan
  • Felgur teknar og þrifnar með burstum og viðeigandi sápum
  • Þurrkaður með blæstri og viðeigandi handklæðum
  • Föls þrifin
  • Bón, bíllinn er handbónaður með gæðabóni sem að gefur góða vörn
  • Rúður hreinsaðar að innan og utan
  • Bíll blásinn að innan til að fjarlægja ryk og óhreinindi
  • Ryksugun að innan
  • Innrétting þrifin með viðeigandi efnum og næringu
  • Mottur þrifnar og borin næring/gljáefni
  • Borin er gljávörn á dekk

Þrif að utan og hraðbón

Bíllinn er heilþrifin að utan með gæðaefnum. Að því loknu er bíllinn bónaður með hraðbóni frá Koch Chemie (bón sem vottað er af Merzedes Benz, Audi og Volkswagen). Þetta er allt gert eftir gæðaferli ÓK Bóns, sjá nánar um ferlið hér að neðan.

  • Tjöruhreinsaður
  • Handþveginn að utan
  • Felgur teknar og þrifnar með burstum og viðeigandi sápum
  • Þurrkaður með blæstri og viðeigandi handklæðum
  • Föls þrifin
  • Bón, bíllinn er hraðbónaður með gæðabóni frá Koch Chemie
  • Borin er gljávörn á dekk

Djúphreinsun sæta

Sætin eru tekin og hreinsuð upp. Kjörið ef að það eru fastir blettir og óhreinindi í sætum. Þetta er allt gert eftir gæðaferli ÓK Bóns, sjá nánar um ferlið hér að neðan.

  • Sætin eru þvegin með sápu
  • Óhreinindi eru leyst upp með burstum og viðeigandi tækjum
  • Óhreinindin eru því næst sogin upp úr sætum með djúphreinsivél

Verð miðast við fimm sæta bíl. Ekkert mál er að bæta við sætum og er það 1200kr fyrir auka sæti umfram fimmta sætið.

Eftir djúphreinsun geta sæti verið blaut stuttu eftir þjónustu. ÓK Bón mælir með að láta bifreið ganga í lausagangi með hita og blástur í miðstöð þar til bleyta og raki minnkar.

Vélarþvottur

Vélarsalur allur tekinn í gegn. Þetta er allt gert eftir gæðaferli ÓK Bóns, sjá nánar um ferlið hér að neðan.

  • Vélarsalur er tjöruþveginn og hreinsaður
  • Húddlok, föls og vélarrými er tekið í gegn
  • Gljáefni er borið á plasfleti og viðeigandi svæði

Djúphreinsun teppa/gólfmotta

Teppi og gólfmottur eru tekin og hreinsuð upp. Kjörið ef að það eru fastir blettir og óhreinindi. Þetta er allt gert eftir gæðaferli ÓK Bóns, sjá nánar um ferlið hér að neðan.

  • Teppi og gólfmottur eru þvegin með sápu
  • Óhreinindi eru leyst upp með burstum og viðeigandi tækjum
  • Óhreinindin eru því næst sogin upp úr teppum og gólfmottum með djúphreinsivél

Eftir djúphreinsun geta teppi og gólfmottur verið blaut stuttu eftir þjónustu. ÓK Bón mælir með að láta bifreið ganga í lausagangi með hita og blástur í miðstöð þar til bleyta og raki minnkar.

Þrif að utan og bón

Bíllinn er heilþrifinn að utan með gæðaefnum. Að því loknu er bíllinn handbónaður. Þetta er allt gert eftir gæðaferli ÓK Bóns, sjá nánar um ferlið hér að neðan.

  • Tjöruhreinsaður
  • Handþveginn að utan
  • Felgur teknar og þrifnar með burstum og viðeigandi sápum
  • Þurrkaður með blæstri og viðeigandi handklæðum
  • Föls þrifin
  • Bón, bíllinn er handbónaður með gæðabóni sem að gefur góða vörn
  • Borin er gljávörn á dekk

Þrif að innan

Bíllinn er heilþrifinn að innan. Þetta er allt gert eftir gæðaferli ÓK Bóns, sjá nánar um ferlið hér að neðan.

  • Rúður hreinsaðar
  • Bíll blásinn að innan til að fjarlægja ryk og óhreinindi
  • Ryksugun að innan
  • Innrétting þrifin með viðeigandi efnum og næringu
  • Mottur þrifnar og borin næring/gljáefni

Að sjálfsögðu er hægt að bæta við djúphreinsun á teppum eða sætum að hætti ÓK Bóns ef þess er óskað.

Leðurhreinsun fyrir sæti

Leðursætin verða sem ný eftir þjónustu frá ÓK Bón. Við djúphreinsum sætin og berum næringu. Þetta er allt gert eftir gæðaferli Ó.K. Bóns, sjá nánar um ferlið hér að neðan.

  • Leðursætin eru hreinsuð með viðeigandi leðurhreinsi og bursta
  • Óhreinindi fjarlægð

Alþrif + Bón + Djúphreinsun

Viltu fara alla leið? Þetta er pakkinn sem að kemur bílnum í það ástand að tekið er eftir. Þetta er allur pakkinn. Þetta er allt gert eftir gæðaferli ÓK Bóns, sjá nánar um ferlið hér að neðan.

  • Tjöruhreinsaður
  • Handþveginn að utan
  • Felgur teknar og þrifnar með burstum og viðeigandi sápum
  • Þurrkaður með blæstri og viðeigandi handklæðum
  • Föls þrifin
  • Bón, bíllinn er handbónaður með gæðabóni sem að gefur góða vörn
  • Rúður hreinsaðar að innan og utan
  • Bíll blásinn að innan til að fjarlægja ryk og óhreinindi
  • Ryksugun að innan
  • Innrétting þrifin með viðeigandi efnum og næringu
  • Teppi og gólfmottur eru þvegin með sápu
  • Óhreinindi eru leyst upp með burstum og viðeigandi tækjum
  • Óhreinindin eru því næst sogin upp úr teppum og gólfmottum með djúphreinsivél
  • Sætin eru þvegin með sápu
  • Óhreinindi eru leyst upp með burstum og viðeigandi tækjum
  • Óhreinindin eru því næst sogin upp úr sætum með djúphreinsivél
  • Borin er gljávörn á dekk

Eftir djúphreinsun geta teppi og gólfmottur verið blaut stuttu eftir þjónustu. ÓK Bón mælir með að láta bifreið ganga í lausagangi með hita og blástur í miðstöð þar til bleyta og raki minnkar.

Eftir djúphreinsun geta sæti verið blaut stuttu eftir þjónustu. ÓK Bón mælir með að láta bifreið ganga í lausagangi með hita og blástur í miðstöð þar til bleyta og raki minnkar.

Verðskrá

Þrifþjónusta

Alþrif + bón
  • Fólksbíll21.600 ISK
  • Lítill Jeppi24.000 ISK
  • Stór jeppi27.600 ISK
  • Bíll í yfirstærð30.000 ISK
Þrif að utan + bón
  • Fólksbíll13.200 ISK
  • Lítill Jeppi16.200 ISK
  • Stór jeppi18.000 ISK
  • Bíll í yfirstærð20.400 ISK
Þrif að utan + hraðbón
  • Fólksbíll9.000 ISK
  • Lítill Jeppi9.500 ISK
  • Stór jeppi11.500 ISK
  • Bíll í yfirstærð13.500 ISK
Þrif að innan
  • Fólksbíll12.000 ISK
  • Lítill Jeppi13.000 ISK
  • Stór jeppi14.000 ISK
  • Bíll í yfirstærð15.000 ISK
Vélaþvottur
  • Fólksbíll8.000 ISK
  • Lítill Jeppi8.500 ISK
  • Stór jeppi10.000 ISK
  • Bíll í yfirstærð11.000 ISK
Djúphreinsun sæta
  • Fólksbíll19.500 ISK
  • Lítill Jeppi21.500 ISK
  • Stór jeppi23.500 ISK
  • Bíll í yfirstærð25.500 ISK
Djúphreinsun tepp + gólfmotta
  • Fólksbíll22.500 ISK
  • Lítill Jeppi23.500 ISK
  • Stór jeppi24.500 ISK
  • Bíll í yfirstærð25.500 ISK
Leðurhreinsun sæta
  • Fólksbíll13.000 ISK
  • Lítill Jeppi13.000 ISK
  • Stór jeppi15.000 ISK
  • Bíll í yfirstærð15.000 ISK
Söluþrif
  • Fólksbíll35.000 ISK
  • Lítill Jeppi39.500 ISK
  • Stór jeppi45.500 ISK
  • Bíll í yfirstærð57.600 ISK

Detailing

Gyeon "certified only" keramikvarnir, lakk/plast/rúður/felgur
  • Lítill fólksbíll200.000 ISK
  • Stór fólksbíll220.000 ISK
  • Jepplingur230.000 ISK
  • Jeppi250.000 ISK
  • Pallbíll250.000 ISK
  • Vinnubíll250.000 ISK
  • Bíll í yfirstærð270.000 ISK
Titan Coatings keramikvarnir, lakk plast, rúður, felgur
  • Lítill fólksbíll210.000 ISK
  • Stór fólksbíll230.000 ISK
  • Jepplingur240.000 ISK
  • Jeppi255.000 ISK
  • Pallbíll255.000 ISK
  • Vinnubíll255.000 ISK
  • Bíll í yfirstærð280.000 ISK
Innrétting - keramik
  • Lítill fólksbíll40.000 ISK
  • Stór fólksbíll42.000 ISK
  • Jepplingur43.000 ISK
  • Jeppi50.000 ISK
  • Pallbíll50.000 ISK
  • Vinnubíll45.000 ISK
  • Bíll í yfirstærð50.000 ISK

- Bíll mætir á staðinn og hann metinn. Gefið er tilboð í hvert verk fyrir sig.

- Verð miðast við nýja/nýlega bíla sem hafa ekki verið þrifnir. Að öðrum kosti er gefið tilboð m.t.t. ástands lakks.

- Vinsamlegast athugið. ÓK Bón býður einnig upp á ódýrari keramikmeðferðir þar sem notað er Gyeon Q² Pure, Gyeon Q² One, Gyeon Q² Mohs eða Gyeon Q² Syncro.

Hafa samband

Sendu okkur fyrirspurn. Við höfum samband við fyrsta tækifæri.

hidden

© 2020 Ó.K. Bón ehf. - Lífið er of stutt fyrir skítugan bíl


s. 660-3656, Kársnesbraut 110